laugardagur, september 22

big girls dont cry...

en það gera víst litlar stelpur á þriðju hæðinni...
komin laugardagur.
uppáhaldsdagurinn minn.
það er eitthvað svo gott að geta sofið út, fengið sér stóran og góðan morgunmat, hent í vél, hangið fram eftir degi og legið yfir góðri bók eða nokkrum bíómyndum án þess að fá samviskubit.. hvernig er ekki hægt að elska laugardaga?
Sérstakalega laugardaginn í dag.
Kaffið er í uppáhellingu, ég og sissa búnar að fá okkur coco puffs, svart í vélinni og baby er í tækinu..
oh yes, I´ve had the time of my life...

ég fór að gráta í gær.
eða byrjum á byrjuninni.
Í gær náðum ég og Ásrún þeim merka gleði áfanga að skila BA ritgerðinni okkar. Náminu mínu er LOKSINS lokið :)
ég splæsi í broskall fyrir þessa staðreynd.
við fengum okkur hádegismat á vegó og svo var rallað í hvítvíni og sólbaði á austurvelli, alveg himneskt!
annaK kom og hitti okkur og tókum við röltið um laugarveginn þar sem mér tókst að veiða mér í gjeggjaða ofurpæjulega slá í KVK og gæjalegustu skó í geiminum. ég eiginlega verð að fara í drykk á 101 og ölstofunni í kvöld svo ég geti sýnt mig. to die for gersamlega.
já og ég gekk frá visa til rússlands.
allt að gerast í gær.
þeir sem mig þekkja vita að ég er spes á suma hluti. ekki alla hluti heldur bara suma.

einn hlutur sem ég er spes á er afmæli og stórir áfangar... eins og skil á BA ritgerð sem ég er búin að vera vinna að síðan í JANÚAR! og tala um í fleiri mánuði. sumum gæti fundist þetta egócentrískur frekjugangur og það má alveg vel vera en. ef þú veist að manneskju sem þér þykir vænt um finnst eitthvað ofsalega merkilegt þá manstu eftir því og samgleðst henni. það sémsagt mundu ekki allir eftir því hversu merkilegur gærdagurinn var mér. sumir mundu og hringdu, ofsalega var ég glöð, sambýliskonan lagði leið úr vegi sínum og gaf mér sérvalda gjöf frá ostabúðinni ásamt handskrifuðu kort- ég brast í grát. sumir svöruðu sms-i með broskalli- ekki svo glöð þar og brast í grát, sumir hringdu ekki- ofsalega ofsalega varð ég sár og já, fór að gráta. reyndar virðast hormónarnir mínir vera í rugli sem og ýmis önnur líkamsstarfsemi en mér er alveg sama. þetta var mitt partí og ég bara fór að gráta. greyði stelpurnar vissu ekker hvaðan á sig stóð veðrið þegar flóðgáttirnar opnuðust og ég stamaði í gegnum ekkann "svo hringdi ekki einu sinni...." og svo var grátið meira. greyið jóna sá aumur á mér og var svo góð að bjóða mér og jónu heim til garðars í rauðvín, osta og heita pottinn. gersamlega bjargaði gærkveldinu. svo fór ég heim að sofa enda þreytt eftir átökin að hafa opnað mig tilfinningalega og svo legið í 42 gráðu heitum pottinum.


ohh ég elska þetta atriði. og reyndar öll önnur atriðin í þessari mynd. hann swaysie er fyrsti karlmaðurinn sem ég þráði.. þessi stóru upphandsleggsvöðvar.. my oh my.. please dont put me in the corner.

en já meyr. það er eina orðið yfir mig þessa dagana. karmað mitt er allt í fokki. ég taldi sjálfri mér trú um að þetta væri bara BA stress en nú er því lokið svo að.. reyndar er mér létt. það er pínu skrýtið að vera ekki með samviskubit yfir því að vera hanga í vidjói. og ekkert á planinu á morgun eða næstu kvöld. stelpan er loksins loksins laus ÖLL kvöld og ALLAR HELGAR. whúhú.

ég ætti ekki að blogga í hormóna-rushi, það getur ekki verið gott. og þó. nú er ég þekkt fyrir hreinskilni og afhverju ætti bloggið og veraldarvefurinn að vera eitthvað frábrugðinn?

reyndar heyrði einu sinni af stelpu sem er illa við mig sem gúgglaði mig og las nokkrar bloggfærslur og þetta var ekkert nema auka amo fyrir hana í skotvopnabúrið. eftir lestur 4 færlsna fannst henni ég alveg snar. og jafnvel hætti að vera illa við mig óg fór að vorkenna mér. great. eitthvað sem allar stelpur vilja vera, stelpan sem aðrar stelpur vorkenna því hún er sad. og snar.

oh well.

best að fara fá sér kaffi, nóa kropp og böggles yfir baby og johnny.

siggadögg

-sem er til í barinn í kvöld-

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Sigga min eg er stolt af ther !!!
Alltaf svo gaman ad lesa siduna thina - thu ert svo yndisleg!
Love fra Sunny Miami
Katrin Amni

Vala sagði...

oh my..it's happening today!!!! heyri í þér í kvöld ástin, hafðu það gott í "ég þarf ekki a ðgera neitt" þemanum! :)

Sigga Dögg sagði...

takk amni mín :)
missjú dear!